RjúpanSkotveiði

Styttist í að ná sér í rjúpur fyrir jólin

Ingólfur Kolbeinsson með nokkrar eftir góðan labbitúr

Þeim fækkar verulega dögunum sem má ganga á fjöll til að sækja sér jólarjúpur og sama veðurspáin virðist vera í kortunum áfram, ekkert lát á blíðunni og allir löngu hættir að skilja þessi hlýindi dag eftir dag.
„Yfirleitt hefur verið góður gangur í rjúpnaveiðunum, auðvitað mismikið af fugli eftir svæðum, en stofninn virðist sterkur,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst en hann fór til rjúpna fyrir skömmu og fékk þá nokkra fugla. „Ég hef bara farið einu sinni en ætla aftur þar sem ég sá mikið af fugli,“ sagði Ingólfur ennfremur.

Á föstudag til þriðjudags má veiða rjúpur og eins og allir vita frá hádegi á föstudeginum. Margir hafa fengið fína veiði og ennþá er keppst við að fá fugli í jólamatinn. Tíminn ætti að vera nægur til þess.