FréttirUrriði

Veiðin góð á urriðasvæðinu – ætla örugglega aftur að veiða þarna

„Þetta var svakalega skemmtileg ferð á urriðaveiði í Laxá í Þingeyjarsýslu en ég hef aldrei komið þarna áður en ætla örugglega þarna aftur“ sagði Hilmar Þór Sigurjónsson, sem var að koma af urriðasvæðinu. Honum finnst fátt skemmtilegra en að veiða og hnýtir sínar flugur sjálfur, var búinn að hnýta nokkrar fyrir þennan fyrsta veiðitúr á svæðið í vetur.

„Svæðið er frábært og mjög fallegt þarna. En fiskurinn tók grant en ég náði nokkrum og missti líka nokkra. Fjölbreytt svæði með flottum stöðum og ég ætla að koma aftur síðar.“

Veiðin á urriðasvæðinu hefur verið frábær það sem af sumri, met strax í fyrsta holli og síðan verið flott veiði, vænir fiskar. Það er ekki hægt að biðja um meira.


Mynd. Hilmar Þór Sigurjónsson með með flotta bleikju úr veiðitúrnum.