Vikulegar veiðitölur frá Landsambandi veiðifélaga LV birtust í morgun, veiðin heldur áfram og fín veiði hefur verið í vikunni og meðal annars er ágætis gangur á norðausturhorninu. Laxveiðitölur frá stærstu ánum; Ytri Rangá (1182) hefur tyllt sér á toppinn, síðan kemur Þverá og Kjarrá (865), rétt fyrir neðan Norðurá (801) og svo Eyrsti Rangá (855).
Veiðin er misjöfn, sumstaðar allt í lagi en til eru veiðiár þar sem örfáir laxar hafa ennþá veiðst eins og í Breiðdalsá, sem má sannarlega muna fífil sinn fegurri.
En veiðinsumarið heldur áfram og nýjar tölur birtast eftir viku og svo koll af kolli.
Mynd: Marteinn Már Jakobsson með lax úr Þverá í Borgarfirði.