Það má sannarlega segja að tilhugalífið sé byrjað víða í laxveiðiám þessa dagana, það er eiginlega allt á fullu víða og ekkert gefið eftir. Það er sama hvaða laxveiðiá er skoðuð, alls staðar er sama fjörið. Silungurinn er byrjaður að hrygna fyrir nokkru og flestir búnir að ljúka ferlinu.
Þetta var nákvæmlega staðan ofarlega í Norðurá um helgina þar sem hrygnan og hængurinn voru í önnum, hængurinn synti upp og niður hylinn meðan hrygnan skilaði hrognum sínum og hængurinn mætti á staðinn og vissi nákvæmlega hvað til hans friðar heyrir.
Fleiri laxar voru ofar þessum fiskum í hylnum en spáðu lítið í hamfarir þeirra, lágu makindalega við botninn og líkalega hefur hlý veðráttan hægt á þeim eitthvað. Allavega voru einhverjir laxar klárir í slaginn sem heldur svo viðkomunni gangandi ár eftir ár og gefur veiðimönnum áframhaldandi ástæðu og ánægju að veiða fleiri og fleiri laxa. Þess vegna er þetta merkilegur viðburður í lífi fiskanna og mikil upplifun að sjá.