Það hefur lítið verið hægt að veiða fisk á stórum hluta landsins síðustu daga vegna kuldatíðar og snjókomu. „Þetta stendur yfir óvenju lengi,“ sagði bóndi í Þingeyjarssýslu og það eru orð að sönnu. Þessu má slota sem allra fyrst.
„Við erum í Laxárdalnum og höfum ekkert farið út hérna síðan á mánudaginn,“ sagði Reiða Öndin sem ætlaði að vera við veiðar í Laxárdalnum en veðurfarið hefur svo sannarlega stoppað það endanlega. Já verðráttan hefur svo sannarlega stoppað veiðiskapinn á stórum hluta landsins.
„Það er allt í kakó bara vesen og bara eins og desember hérna núna. Ég hef komið hér í 27 ár á sama tíma og þetta hefur aldrei verið svona en það á að lagast seinni partinn á morgun,“ sagði Reiða Öndin á veiðislóðum í Laxárdalnum, þegar ekki er hægt að veiða fyrir skítaveðurfari og kulda.