Flugukast býður upp á einhendu og tvíhendu námskeið
Í sumar mun Flugukast.is bjóða upp á flugukastkennslu og flugukastnámskeið þar sem eingöngu viðurkenndir og vottaðir flugukastkennarar F.F.I. leiðbeina nemendum í gegnum flugukastið. Í samtali við Börk Smára segir hann „hvort sem um ræðir grunnhreyfingar, fróðleik um búnað, kastað á móti vindi eða Spey köst með tvíhendu þá finnur þú svarið hjá okkur. Okkar mottó er að það sé leikur að læra, enda er snýst þetta alltaf um að hafa gaman á námskeiðunum okkar, þannig lærum við best.“
Flugukast.is býður upp á einhendu- og tvíhendunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna og hefjast námskeiðin strax í lok apríl og verða reglulega út sumarið.
„Við höfum verið að halda úti námskeiðum síðan 2011 og er því komin gífurlega mikil reynsla á námskeiðahaldið og þau mælst mjög vel fyrir. Við leggjum mikla áherslu á að hver og einn þátttakandi fái persónulega kennslu og nægan tíma með kennara og því erum við aldrei með fleiri en 4 þátttakendur á hverju námskeiði, stundum er hámarkið 3 á sumum námskeiðum. Þetta skilar sér síðan í betri upplifun og betri kennslu sem hámarkar líkurnar á því að allir fari ánægðir heim og hlakki til að fara út að æfa sig.“