„Þetta er hann Benedikt Rúnar Ástþórsson sonur minn 6 ára,“ segir Ásþór Ernir og heldur áfram; „við fórum í Meðalfellsvatn fyrir fáum dögum og fengum einn á spúninn. Það voru aðrir veiðimenn þar sem voru svo góðir við okkur og leyfðu honum að sleppa 2x urriðum aftur í vatnið, svo þetta var flottur dagur hjá okkur feðgum. Veðrið var yndislegt og það mættu okkur veiðimenn á bílastæðinu þegar við komum með flottan lax örugglega um 5 pundin. Benedikt hefur gífurlegan áhuga á veiði og uppáhaldið er að ná fisk og grilla, þó svo að honum finnist mjög gaman að sleppa þeim aftur og leyfa þeim að stækka.
Eldra efni
Bara kuldi við opnun 1. apríl?
Margir bíða spenntir eftir að vorveiðin hefjist, sjóbirtingurinn víða og síðan ION svæðið á Þingvöllum. „Það verður gaman að byrja í Ytri-Rangá og taka hrollinn úr sér,“ sagði Björn Hlynur Pétursson og í sama streng tekur Stefán Sigurðsson. „Jú við opnum
Veiðin hófst í morgun
Nokkrir knáir veiðimenn voru mættir við Vífilsstaðavatn í morgunsárið. „Já það voru nokkrir mættir við vatnið í morgun a.m.k. fjórir vakir veiðimenn og sumir byrjaðir að kasta“, sagði Ingimundur Bergsson sem var mættur á veiðislóð í morgun. Og sjóbirtingsveiðin byrjaði líka í dag
Flottur styrkur
Eigendur Fly Fishing Bar hittu Frey Frostason formann IWF í dag til að afhenda styrk að upphæð 250.000 kr. Fly Fishing Bar seldi jóladagatalið Flugujól nú í aðdraganda jóla og hluti af söluverðinu var ánefndur Icelandic Wildlife Fund. Það veitti
Skítaveður á hreindýraveiðum
Hreindýraveiðar standa yfir þetta dagana og margir náð dýri. En veðurfarið hefur verið heldur leiðinlegt síðustu daga en menn láta sig hafa það og dýrið næst, það er aðalmálið fyrir veiðimenn. „Nei það var ekki beysið veður í gær á hreindýri,
Allt tveggja ára laxar á land í Haukadalsá
„Já við erum að opna Haukadalsá og það eru komnir fjórir laxar á land, allt tveggja ára laxar, en áin opnaði í gærdag,“ sagði Gunnar Helgason leikari, sem er að opna Haukadalsá í Dölum í hópi vaskra veiðimanna. ,,Þetta er
Maríulax í Elliðaánum – veiðidellan heltekið veiðikonu
„Við vorum við veiðar í Elliðaánum í vikunni og urðum var við lax á öllum svæðum, en það var ekki fyrr en við fórum í Höfuðhyl að við löndum laxi, maríulaxinn staðreynd hjá Andreu Lindu,“ sagði Árni Þór Einarsson í