„Við fórum um síðustu helgi og fengum fimm fugla, ætlum næstu helgi austur og klára að veiða í jólamatinn. Það er veðurblíða áfram og útiveran verulega góð,“ sagði veiðimaður og bætti við; „það er fínt að ná í tíu rjúpur, það passar á jólaborðið fyrir okkur.“
Margir ætla að næstu daga en það má veiða frá föstudegi og til þriðjudags, frá hádegi sem er hálf sérstök ákvörðun, en svona er þetta bara. Veiðin hefur gengið ágætlega, það er alveg snjólaust og því þarf að fara ansi ofarlega til að finna fugla á flestum veiðisvæðum.
„Maður þarf sumstaðar uppí 700 til 800 metra til að finna snjó og rjúpur,“ sagði veiðimaður sem fór vestur um síðustu helgi.
Við verðum með fréttir á sunnudag eða mánudag af helgarveiðinni og skoðum stöðuna um framhaldið.