Fréttir

Líf og fjör á urriðasvæðinu í Mývatnssveit

„Veiðin gengur mjög vel, settum í 11 fiska í morgun og lönduðum 9,,“ sagði Árni Friðleifsson í kvöld á urriðasvæðinu í Laxá í Mývatnssveit. Opnunarhollið hefur farið á kostum á árbökkunum við veiðiskapinn enda aðstæður mjög góðar þessa dagana á svæðinu.

„Veiðin hefur gengið vel og allir að fá flotta veiði, fiskurinn er vel haldinn, við fengum 8 fiska núna eftir hádegi í gær,“ sagði Árni nýbúinn að landa flottum fiski á Sauðavaði.

Bjarni Júlíusson var á öðrum stað með stöngina og bætti við; „það var rólegt í morgun en áttum flotta vakt núna í eftirmiðdaginn. Við settum í 12 fiska, mjög fallegir fiskar svona heilt yfir. Þetta gengur  vel,“ sagði Bjarni enn fremur.

Árni Friðleifsson með flottan fisk í gærkvöldi


Byrjun á urriðasvæðinu lofar góðu með áframhaldið, fiskurinn er feitur og fallegur og  veiðimenn hafa verið að fá flotta veiði.