DorgveiðiFréttir

Veiðiáhuginn skein úr hverju andliti

Dorgveiðikeppnin í Hafnarfirði

„Við höfðum ekkert orðið vör ennþá en við sáum fiska en þeir tóku ekki,“ sögðu ungir veiðimenn við Hafnarfjarðarhöfn í dag, þegar hin árlega dorgveiðikeppni var haldin í 22. sinn, sem verður að teljast afrek út af fyrir sig fyrir unga veiðimenn.

„Fiskurinn var hérna áðan og kannski tekur hann eins og í vatninu sem við vorum að veiða í um daginn, veiði er skemmtileg,“ sögðu ungu veiðimennirnir og héldu áfram að dorga fyrir fiskana. Áhuginn var svo sannarlega fyrir hendi hjá þeim.

Þetta framtak Hafnarfjarðarbæjar er þakkarvert en allt að hundrað börn voru á svæðinu að þessu sinni, veiðarfæri og beita. Það er ekki hægt að hafa þetta betra og veiðin var ágæt, nokkrir fiskar komu á land. 

Á myndum sést að áhuginn er mikill og það er reynt að fá fiskinn til að taka.

Myndir/ G.Bender