„Sælir, ég er bara að hnýta síðustu flugurnar fyrir aðra ferðina mína til Kúbu, það verður gaman,“ sagði Nils Folmer Jorgensen sem við heyrðum í en hann er á leiðinni til Kúbu í vikunni. „Annars mun ég byrja á íslensku árshátíðinni á ION sem er fyrir mig besti staðurinn til að hefja veiðitímabilið. Svo hlakka ég mikið til júlí, sem er fullbókaður í laxveiði. Eins og venjulega mun ég veiða í Jöklu, Víðidalsá og Laxá í Aðaldal og ég býst við að sjá fleiri fiska eftir 20% aukningu 2023. En annars býst ég ekki við neinum óvæntum atburðum og hef aðlagað mig að nýjum tímum í laxveiði á Íslandi; hækkandi verð og færri fiskar.“
„Síðustu viku í júlí mun ég eins og venjulega veiða í Lakselvu í Noregi, sem var með frábært ár 2023. Þetta er einstaklega falleg veiðiá og maður á möguleika á 60 punda laxi! Frá miðjum ágúst til mið september mun ég taka eina ferð um Laxá í Aðaldal, Víðidalsá, og Lakselvu í Noregi. Já það verður víða veitt í sumar en allt byrjar þetta á Þingvöllum,“ sagði Nils að lokum.