„Já við fórum á skak frá Akranesi í vikunni, vorum fjóra tíma að veiða, þrír ættliðir, ég pabbi og Ýmir Andri, skemmtilegur veiðitúr,“ sagði Sigurður Sveinsson um veiðitúrinn sem gaf flotta fiska.
„Við fengum 6 góða þorska og sá stærsti um 18 pund. Þetta er góð upphitun fyrir sumarið en maður er að fara í Eldvatn í byrjun maí og það verður fjör þar örugglega,“ sagði Sigurður ennfremur. Yngsti veiðimaðurinn, Ýmir sjö ára, fór á kostum og veiddi vel, enda hefur hann þetta í blóðinu, hefur veitt fjölda fiska þótt ungur sé að árum.
Kollafjörðurinn er vinsæll staður til að fara á skak og alltaf má sjá einhverja á veiðum þar enda búin að vera flott veiði.