FréttirOpnun

37 laxar í síðasta holli í Norðurá – tveir laxar í opnun Kjarrár

Árni Friðleifsson með flottan lax úr Norðurá í Borgarfirði en hollið endaði í 37 löxum. /Mynd Jón

„Veiðin gekk flott í Norðurá hjá okkur og hollið endaði í 37 löxum, fyrstu laxarnir voru að veiðast fyrir ofan Laxfoss í þessu holli, tveir á BerghylsbrotInu,“ sagði Árni Friðleifsson sem var að hætta veiðum í Norðurá en áin er komin yfir 100 laxa sem verður að teljast dágott.

„Lokatölur voru 37 laxar sem er fantagott,“ sagði Árni enn fremur.

Og fyrstu laxarnir eru að veiðast víða í Miðfjarðará og í Kjarrá fengust þeir fyrstu í morgun, annar fiskurinn veiddist á svæði eitt og á svæði þrjú. Allt er þetta að koma, laxinn að mæta í ríkara mæli.  Verður líka spennandi að sjá hvernig Laxá í Kjós opnar.