„Ég gekk meðfram Varmá og það er frekar kuldalegt þarna þessa dagana. Vinur minn var við Kirkjubæjarklaustur og þar er ekkert skárri staða, það má hlýna töluvert mikið svo staðan verði viðunandi“ sagði veiðimaður sem ekki getur beðið lengur frekar en aðrir sem ætla að renna fyrir fiska í vor. Það er kuldalegt þessa dagana en það verður risjótt áfram og vonandi fer að braggast veðurspáin með hækkandi sól, ekki veitir af sólargeislunum. Frosinn lykkja er ekkert til fagna yfir, já það má hlýna verulega á allra næstu dögum. „En meðan ekki hlýnar meira ætla ég að vera inni og telja flugurnar í boxinu, ein, tvær, þrjár… “.
Mynd. Bolta fiski sleppt aftur í vorveiðinni.