Fréttir

Stofn­fund­ur Flugu­veiðifé­lags Suður­nesja

Stofn­fund­ur Flugu­veiðifé­lags Suður­nesja var hald­inn síðastliðið mánu­dags­kvöld að viðstödd­um fimm­tíu stofn­fé­lög­um af Suður­nesj­um en undirbúningsnefnd hefur verið að störfum síðastliðnar vikur þar sem húskarlinn Guðni Grétarsson hefur leitt þá vinnu. Félagið hefur fengið vinnuheitið Fluguveiðifélag Suðurnesja þar til framtíðarnafn félagsins verður endanlega ákveðið á aðalfundi félagsins.

„Mark­mið fé­lags­ins er að skapa vettvang fyrir veiðiáhugafólk á Suðurnesjum og halda úti fé­lags­starfs­semi tengdri stang­veiði. Einnig er stefnt að því að út­vega fé­lags­mönn­um veiðileyfi á betri kjör­um en ella, en meg­in áhersla verður á flugu­veiði, virðingu fyr­ir nátt­úru og dýr­um, sem og að halda úti öfl­ugu fé­lags og fræðslu­starfi sem efl­ir hróður Suður­nesja­manna inn­an stang­veiðinn­ar á Íslandi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá ný­stofnuðu fé­lagi.

Kosið var til for­manns og stjórn­ar, en formaður var kjör­inn Styrm­ir Fjeld­sted, en með hon­um í stjórn sitja Al­freð Elías­son, Aníta Cart­er, Brynj­ar Þór Guðna­son, Bjarki Már Viðars­son, Mar­el Ragn­ars­son og Trausti Arn­gríms­son.

Um miðjan apríl verður boðið til aðalfundar þar sem lög félagsins verða samþykkt og einnig er stefnt að hefja starfið formlega í apríl með fræðslu- eða hnýtingarkvöldum.