Fréttir

Elliðavatn opnað í morgun – „Við vorum bara rétt að byrja“

Það var fjölmenni við opnun Elliðavatns í morgun, veiðimenn á öllum aldri og það voru að veiðast fiskar. „Þetta lofar góðu töluvert af fiski og margir að veiða, þanning á þetta að vera,“ sagði Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu í samtali. 
Já það voru veiðimenn á öllum aldri að veiða við Elliðavatn í dag og einn af þeim, Þorri Stand, hafði komið sér fyrir á brúnni og kastaði grimmt. „Við vorum bara rétt að byrja veiðina og ekkert orðið varir ennþá“ sagði Þorri ennfremur og hélt áfram að kasta fimlega fyrir fiskana. Nokkru innar í vatninu var Friðrik Ottó með flottan urriða amk 3,5 punda. „Ég fékk fiskinn á maðk áðan og þetta var skemmtilegt“ sagði Friðrik um fiskinn sem hann hafði landað rétt áður.
Það var fjölmenni á svæðinu og veiðin í fínu lagi, einn og einn vænn urriði veiddist víða um vatnið. Veiðisumarið er að komast á fullt og það leiðist engum veiðimanni.

Á brúnni
Málin rædd við vatnið eftir að fiskur var kominn á land

Mynd: Friðrik Ottó með urriðann sem hann veiddi
Myndir María Gunnarsdóttir

Einn á brú
Fjölmenni á brúnni
Einn á brúnni
„Vorum að byrja“ sagði Þorri Strand á brúnni