Á sama tíma og Hreðavatn lagði aðeins voru síðustu rjúpnaveiðimennirnir að ná sér í jólamatinn. „Við vorum fyrir norðan og fengum 8 rjúpur, sem er bara fínt,“ sagði Ellert Aðalsteinsson rjúpnaskytta og fyrir austan voru veiðimenn einnig að keppast við að fá sér jólarjúpurnar. „Við fengum nokkrar,“ sagði einn í nágrenni Egilsstaða. „Já ég er með fugla í kistunni, nóg af rjúpum,“ sagði Jógvan Hansen sem er bókaður daginn út og inn um allt land. „Það er klikkað að gera en jólarjúpan er komin,“ sagði Jógvan hress að vanda.
Festum tókst að ná rjúpum í nokkrum ferðum en auðvitað er fundið að því að mega ekki veiða nema frá hádegi og ótrúlegt að þetta hafi gengið upp yfir höfuð, dagarnir eru nefnilega ekki langir í nóvember og desember.
Veðurfarið er hreint ótrúlegt núna og engu lagi líkt en veiðimenn flestir virðast komnir með í nægar rjúpur á jólaborðið. Til þess er leikurinn líka gerður.