„Já þetta er allt að byrja aftur og maður er ekkert smá spenntur,“ sagði Björn Hlynur Pétursson, sem er einn af þeim mörgu sem bíður spenntur eftir að veiðitíminn hefjist þrátt fyrir kuldatíð. Það virðist hlýna hægt og veðurfræðingar sem rýnt hafa í kortin sjá litlar breytingar, mjög litlar.
„Fyrst er það Hólaáin síðan Varmá, Leirvogsá og Vatnamótin, það er mikil spenna skal ég segja þér að byrja veiðiskapinn aftur. Núna byrjar eltingaleikurinn aftur en árið 2023 er ár urriðans það get ég sagt þér og síðan í sumar laxinn, segir Björn Hlynur ennfremur.
Það er bara eitt sem veiðimenn og fleiri biðja um þessa dagana; meiri hlýindi og að kuldatíðin hætti sem fyrst.