Fréttir

Stoppuðu stutt en veiddu fjóra laxa

Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson með flottan lax

„Það gekk vel í Skógá en við fórum þangað nokkrir félagar og fengum fjóra laxa á stuttum tíma,“ sagði Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson, sem finnst fátt skemmtilegra en að renna fyrir fisk og búinn að veiða þá nokkra laxana  í sumar.

„Þetta var bara fínt en það var slangur af fiski þar sem við reyndum og bara fínt að fá þessa fiska. Það á víst að rigna um helgina og á eftir að hleypa lífi í veiðina. Það er bjart framundan á næstunni og  áin er með fjölbreytta veiðistaði,“ sagði Elías Pétur enn fremur.

Tíminn er að byrja á fullu í ánni en nýtt veiðihús er komið fyrir veiðimenn og hefur mikið að segja.