Hann Hrafn Hauksson var að koma úr tveggja daga veiði úr Minnivallalæk ásamt félaga og sendi okkur þessa línu, Hrafn segir um veiðiferðina; „Það var hávaða helvitis rok báða dagana svo það var temmilega lítið álag á læknum. Veiddum á eina stöng i 4 – 5 tíma á dag. Við uppskárum 8 urriða, enga sleða en þeir voru þó þarna, vildu bara ekki það sem við buðum þeim. Þeir sem við fengum voru mikið +/- 50 cm. Það virðist vera ágætis nýliðun í gangi sem veit á gott. Hitinn var einhverjar 6 – 7 gráður og fiskar að rísa í Viðarhólma, Djúphyl og Dráttarhólshyljum. Þegar næsti góðviðrisdagur kemur verður heldur betur fjör held ég,“ sagði Hrafn enn fremur.
Eldra efni
Mokveiði á Grímstunguheiði
„Þetta er í fyrsta skipti sem við komum á svæðið, mikil þoka var þarna og töluverður vindur en bleikjan var einungis að taka fluguna og þá helst pínulitlar Zeldur sem er nú aðallega laxafluga frá Kjartani Antonssyni,“ sagði Eggert Sigurþór
Risasjóbirtingur veiddist í Hafnarfjarðarlæknum
„Þetta var meiriháttar gaman og fiskurinn tók vel í,“ sagði Sigurður G. Duret sem var við veiðar í Hafnarfjarðarlæk í vikunni og fiskurinn sem veiddist var engin smásmíði. „Ætli ég hafi ekki verið með fiskinn á í tíu mínútur og hann
Vikutölur – enn stígandi veiði í flestum ám
Listi með nýjum vikutölum úr laxveiðinni er kominn á vef Landssambandsins. Þverá og Kjarrá bæta vel við sig og eru árnar í toppsæti listans með 1049 fiska og síðasta vika í Norðurá gaf vel komin í 910 fiska en þar
Laxinn mættur í Norðurá
„Laxinn er mættur í Norðurá en við sáum laxa í dag á Stokkhylsbrotinu tveir laxar,“ sagði Brynjar Þór Hreggviðsson staddur við Norðurá í Borgarfirði og spennan er að magnast með hverjum deginum. Áin opnar 4. júni með pomp og pragt.
Hálfur mánuður í sjóbirting
„Það er skítakuldi í kortunum á næstunni, alla vega fram yfir helgi,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur og það fer hrollur um mann, ekki veðurfræðinginn. Það er ekki nema hálfur mánuður þar til sjóbirtingsveiðin getur hafist en árnar eru flestar helfrosnar
Sérstakur urriði úr Laxá
„Já við fengum þennan urriða á Staðartorfu í Laxá og já hann var skrítinn, ekki veitt svona fisk áður,“ sagði Annel Helgi Daly Finnbogason þegar við heyrðum í honum þar sem hann var að ljúka löngu gædastarfi í bili. „Það