Hann Hrafn Hauksson var að koma úr tveggja daga veiði úr Minnivallalæk ásamt félaga og sendi okkur þessa línu, Hrafn segir um veiðiferðina; „Það var hávaða helvitis rok báða dagana svo það var temmilega lítið álag á læknum. Veiddum á eina stöng i 4 – 5 tíma á dag. Við uppskárum 8 urriða, enga sleða en þeir voru þó þarna, vildu bara ekki það sem við buðum þeim. Þeir sem við fengum voru mikið +/- 50 cm. Það virðist vera ágætis nýliðun í gangi sem veit á gott. Hitinn var einhverjar 6 – 7 gráður og fiskar að rísa í Viðarhólma, Djúphyl og Dráttarhólshyljum. Þegar næsti góðviðrisdagur kemur verður heldur betur fjör held ég,“ sagði Hrafn enn fremur.
Eldra efni
Klikkað að gera
„Já það er klikkað að gera þessa dagana, eiginlega allt vitlaust, en það er bara flott“ sagði Jógvan Hansen er við heyrðum í honum á hlaupum. „Þetta er bara flott en ég skellti mér á Allra síðustu veiðiferðina um daginn og hún
Veiðifélagið Bjartur við veiðar á Arnarvatnsheiðinni
„Við vorum við veiðar síðustu helgi á Arnarvatnsheiðinni norðan megin, veiðifélagið Bjartur,“ sagði Hörður Heiðar Guðbjörnsson þegar við heyrðum í honum, en það var veiðifélagið Bjartur sem var við veiðar, þeir strákarnir Hörður Heiðar Guðbjörnsson, Guðmundur Kjartansson, Guðmundur Þór Róbertsson og
Flott veiði hjá unga veiðimanninum
Ýmir Andri og faðir hans Sigurður Sveinsson fóru í Elliðaárnar á barna- og unglingadegi hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur um síðustu helgi og gerðu flotta veiði. Ýmir var að sjálfsögðu að veiða bara sjálfur og gerði sér lítið fyrir og setti í 12
SVAK fagnar 20 ára afmæli 4. nóvember
SVAK fagnar 20 ára starfsafmæli sínu með fræðslu- og afmælisfundi á Hótel KEA laugardaginn 4. nóvember frá kl 14-18. Guðni Guðbergsson sviðstjóri hjá ferskvatns -og eldissviði Hafrannsóknarstofnunar kemur í heimsókn og fjallar m.a um stöðu stofnanna okkar (bleikju, sjóbirtings og
Þetta er fín útivera
„Já ég skrapp bara í klukkutíma í Apavatn og það gekk fínt,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson er við heyrðum aðeins í honum. En silungsveiðin hefur víða gengið vel og veiðimenn að fá flotta veiði, fiskurinn virðist líka vera vel haldinn eftir
„Skemmtilegt að ala upp veiðimann,“ segir Bjarni Ákason
„Að ala upp syni til veiða er skemmtilegt verkefni og ég var alinn upp við bryggjurnar í Reykjavík og svo við vötnin hér í kringum bæinn,“ segir Bjarni Ákason og bætir við; „15 ára tók pabbi mig með í minn