Margir veiðimenn eru friðlausir og geta ekki beðið næsta vors þótt nokkur hópur veiðimanna stundi dorgveiði á vötnum kringum landið og veiðin hefur verið fín í vetur eftir að vötnin lagði.
„Við höfum ekki farið mikið í vetur en fórum fyrir nokkrum árum en frétti að menn hafi veitt vel í vetur víða, sumir eru duglegri við þetta aðrir,“ sagði veiðimaður og bætti við ; „síðustu tveir mánuðir hafa verið flottir á dorg.“
Hafravatnið hefur verið klárt en ísinn að þynnast verulega eins og Meðalfellsvatn. Auðvitað verða menn að fara varlega. Eitthvað hafa veiðimenn verið að dorga uppi í Svínadal, á Eyrarvatni, Þórisstaðavatni og Geitabergsvatni.
Það er bara að klæða af sér kuldann, veiðibúðirnar eiga réttu græjurnar til að veiða í gegnum ísinn. Útiveran er frábær fiskurinn í flestum tilfellum í tökustuði og það er fyrir mestu á dorginu.