Vorveiði hefst í Minnivallalæk 1.apríl og er opnunin laus eins og er. En vegna viðhalds og breytinga verður Veiðihúsið Lækjamót ekki í boði með veiðileyfinu fyrr en um miðjan maí, en nota má þó aðstöðuna í húsinu við veiðar í læknum á þessum tíma. Hæg verður að kaupa staka daga eða jafnvel stakar stangir þá, allt eftir óskum kaupenda. Stangardagurinn er á kr. 15.000 og að hámarki eru fjórar stangir leyfðar í læknum. Töluvert er laust eins og er í vor en er vel bókað er líður inn í sumarið. Þó má finna nokkur laus holl með veiðihúsinu þá og allar fjórar stangirnar eru seldar saman með gistingu og kosta þá á bilinu kr. 30-35.000 á dag stöngin. Spyrjið um nánari upplýsingar.
Eldra efni
Skítaveður víða á rjúpunni fyrsta daginn
Við vorum sex við veiðar í landi Kalmannstungu þennan fyrsta dag rjúpuveiða þetta árið,“ sagði Skúli E Kristjánsson Sigurz í samtali og bætti við; „aðstæður erfiðar og gekk á bæði með rigningu og éljagangi ofan í stífa suð-austan áttina. Rjúpan var
Fallegt á Þingvöllum en urriðinn ekki mættur
„Nei við sjáum ekki neitt, hann er líklega ekki kominn ennþá urriðinn, en hann kemur,“ sögðu tveir heiðursmenn við Öxará fyrir fáum dögum, en það styttist í að urriðinn komi á sinn stað í ánni og þá verður fjör. Mörgum
Formaðurinn í mokveiði á sparifötunum
Veiðin í Elliðaánum byrjaði með hvelli fyrir þremur dögum og veiddust 11 laxar fyrsta daginn og það sama er upp á teningnum í gær en núna eru komnir um 25 laxar á land og það virðist vera hellingur af fiski alla vega
Elliðaárnar komnar í 540 laxa
„,Það er alltaf gaman að veiða í Elliðaánum ég hef fengið þá nokkra hérna laxana þegar ég hef veitt hérna,“ sagði Ólafur F Magnússon þegar við hittum hann við Elliðaárnar í morgun fyrir neðan félagsheimili Rafveiturnar, ásamt Árna Jörgensen. Gott
Einn sit ég og kasta flugunni
Það var sannkölluð sumarblíða við Vífilsstaðavatn í kvöld og aðeins einn veiðimaður að kasta flugunni, en mikill gróður er kominn í vatnið og erfitt að festa ekki í honum þessa dagana. En af lipurð var flugunni kastað, fiskur var að vaka, en
„Vá pabbi, nú skil ég þetta og fatta“
„Við erum í Lakselvu í norður Noregi fjölskyldan. Sonurinn Alexander Freyr hefur veitt tvo laxa í Norðurá fram að þessu og hefur ekki fengið bakteríuna almennilega,“ sagði Sigvaldi Á Larusson í samtali og bætt við; „en í þessari ferð fékk