Í veiðiþætti no 3, sem sýndur var í gær á Hringbraut, var ma fjalla um dorgveiði barna í Hafnarfjarðarhöfn en þangað mætti tökulið veiðiþátta Gunnars Bender og mynduðu börnin í bak og fyrir munda færum sínum og veiðigræjum í von um að krækja í þann stóra. Sjón er sögu ríkari, sjá þáttinn hér.
Eldra efni
Margir að veiða á Hafravatni
Hafravatn er ekki frægt fyrir stóra fiska, frekar marga og mjög smáa, urriða og bleikjur. Fiskurinn sem veiddist á dorg í vatninu 2020 kom stórlega á óvart miðað við stærðina í Hafravatni. En veiðimenn hafa verið duglegir að dorga á
Veiðimenn á öllum aldri að dorga
Vetrarhátíð við Mývatn hófst um helgina en hátíðin, sem er einkar glæsileg og nær yfir tvær fyrstu helgarnar í mars, er með fjölda viðburða í boði. Einn af hápunktum hátíðarinnar er dorgveiði á Mývatni. Fjöldi fólks kom saman á laugardaginn
Veiðihetjur framtíðar kepptu í dorgveiði í Hafnarfirði
„Þetta tókst vel hjá okkur í dag og það veiddist meira en í fyrra, ýmsar tegundir, en þetta er í 32. skiptið sem þetta er haldið hérna í Hafnarfirði,“ sagði Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, þegar hin árlega dorgveiðikeppni og
Dorgveiðin á Mývatni á sér langa sögu
Hið árlega dorg á Vetrahátíð við Mývatn fór fram um helgina við stórkostlegar aðstæður. Veðrið lék við gesti með sólskini og logni og skapaði fullkomna aðstöðu til að dorga á ísilögðu Mývatni. Yfir 100 manns mættu til að taka þátt
Góð dorgveiði á Meðalfellsvatni
„Það er rólegt og ísinn er hnausþykkur þessa dagana,“ sagði Hjörtur Sævar Steinason þegar við hittum á hann við Meðalfellsvatnið í dag. Ísinn er sannarlega þykkur á vatninu líklega um 35 til 40 sentimetra enda töluvert verið veitt við vatnið í
Veiðiþættirnir sýndir á Hringbraut
Veiðiþættirnir sem Gunnar Bender hefur sett saman eru sýndir á Hringbraut næstu 4 vikurnar. Þættina á sjónavarpsstöðinni má nálgast hér en síðar verða þeir aðgengilegir hér á Veiðar.is. Fylgist með þessum skemmtilegu þáttum Gunnars þar sem víða er komið við