„Já þetta er allt að koma, biðin styttist með hverjum deginum, það er rétt,“ sagði Björn Hlynur Pétursson sem er einn af þeim sem getur varla beðið eftir að veiðin byrji fyrir alvöru þann 2. apríl. Og veðurfarið er batnandi sem mun hafa sitt að segja fyrir veiðimenn. „Það koma nokkrir staðir til greina en ég býst við að byrja í Hólaá, það er orðin venjan hjá mér. Ég ætla að veiða meira en í fyrra en þá veiddi ég talsvert mikið, næstum alla daga sem hægt var, líklega yfir 50 túra,“ sagði Björn Hlynur enn fremur. En það er margir veiðimenn sem geta varla beðið lengur eftir að munda veiðistangir sínar og Björn Hlynur Pétursson er sannarlega einn af þeim.
Mynd. Björn Hlynur Pétursson með flottan urriða í fyrra við Kárastaði.