Sumarið er tíminn söng Bubbi Morthens og það eru orð að sönnu. Það var fallegt við Elliðavatn í gærkvöldi eins og sést á þessari snilldar mynd sem María Gunnarsdóttir tók við vatnið. Ísinn að hverfa af vatninu og það styttist í að veiðimenn fylli flesta bakka við vatnið.Fuglin er að mæta á svæðið og fiskur að vaka víða. Já hefur hlánað hratt þessa dagana við ár og vötn og snjórinn á útleið. Sjóbirtingsveiðin byrjar 1.apríl og fínt vatn var í Varmá við Hveragerði í gær, kannski aðeins of mikið ef eitthvað var. Biðin er á enda allavega.
Mynd. Við Elliðavatn í gærkvöldi. Mynd María Gunnarsdóttir