Fréttir

Flott veiði í Laxa í Kjós 

Með vænan sjóbirting

Veiðimenn sem voru við sjóbirtingsveiðar í Laxá í Kjós um helgina urðu varir við mjög mikið af fiski. Mesta lífið var í Efri Mosabreiðu, Kríueyri, Óseyri og í Káranesfljóti.

Bræðurnir Tómas Ari og Ármann Andrasynir fóru þangað á sunnudaginn og lönduðu 12 fiskum en misstu nokkra. Mest var þetta vel haldinn geldfiskur sem veit vonandi á gott fyrir komandi ár í ánni. Veðurfarið hefur batnað verulega og fiskurinn farinn að taka í kjölfarið.