Biðin eftir að veiðin byrji styttist með hverjum deginum, sjóbirtingurinn eftir 20 daga og síðan vatnaveiðin, allt er þetta að koma. Snjórinn er reyndar að hreyfa á stórum hluta landsins eins og vesturlandi. Staðan var góð fyrir tveimur mánuðum en nú er staðan allt önnur. Einn og einn skafl sést á víð og dreif en ekkert meira. En árnar og vötnin er frosnar þessa dagana eftir síðasta kuldakast. Veiðileyfin seljast ágætlega en ennþá eru laus leyfi í sumum veiðiám, etv. vegna þess að verðið hefur hækkað heldur mikið, einginlega alltaf mikið. Það er ákveðið vandamál því enginn veit hvernig veiðin verður á komandi sumri.
Borgarfjörðurinn var tignarlegur í gær, Norðurá frosinn næstum öll en snjórinn er að hverfa, varla nema einn og einn skafl.