Eldra efni
Skógarþröstur
Hinn söngfagri fugl, skógarþröstur, er einkennisfugl íslenskra birkiskóga og jafnframt algengur í görðum í þéttbýli. Hann er meðalstór spörfugl, dökkmóbrúnn að ofan, hvítur eða ljósgulur að neðan. Bringa hans er alsett þéttum, dökkum langrákum, kviðurinn er minna rákóttur. Ljós, breið brúnarák
Helsingjar með unga
Fargestirnir nýta sér mýrar og tún nærri ströndinni á vorin, auk þess gróið land á hálendinu og lyngmóa á haustin. Varpfuglarnir verpa á áreyrum og hólmum í jökullónum. Mynd: María GunnarsdóttirFuglavefurinn.is
Toppendur
Toppönd er algengasta fiskiöndin hér, grannvaxin, hálslöng og rennileg, vaxtarlagið minnir á skarfa og brúsa. Hún er með langan, mjóan gogg og áberandi, stríðan topp í hnakka. Steggurinn er með grængljáandi höfuð, grár á búkinn, hvítur á hálsi og brúndröfnóttur á bringu.
Svartþröstur
Svartþröstur er svipaður gráþresti að stærð, og að lit ekki ósvipaður stara. Þekkist best frá stara á lengra stéli, jöfnum, svörtum lit án díla (karlfugl) og lengra stéli, auk þess á hátterninu, sem svipar til hegðunar annarra þrasta. Fullorðinn karlfugl
Kleifarvatn
Kleifarvatn – um 10 km2 að flatarmáli og 97 m djúpt – fyllir sigdal lokaðan í báða enda við austurjaðar Krýsuvíkur-sprungukerfisins. Í lögun líkist vatnsstæðið óreglulegu baðkari með brattar hliðar allt í kring niður á 50–60 m dýpi (1. mynd). Yfirborð
Heiðargæsir
Varpstöðvarnar eru í votlendum hálendisvinjum, meðfram ám og lækjum, oft í gljúfrum. Heiðagæs gerir sér hreiður á þúfnakolli eða annarri mishæð, eða á klettasyllu, og klæðir að innan með stráum og dúni. Sami hreiðurstaður er oft notaður ár eftir ár.