Hreindýrum virðist hafa fækkað til muna og hefur Náttúrustofa Austurlands nú lagt til að kvótinn verði skertur um þriðjung síðan hann var mestur árið 2019.
Lægri kvóti stafar af óvissu um fjölda hreindýra í stofninum og að líklega hafi þeim fækkað. Lagt er til að á næsta ári verið leyft að veiða 938 dýr sem er fækkun um 83 dýr frá kvóta þessa árs. Verði tillögurnar samþykktar þýðir það skerðingu á kvótanum fjórða árið í röð.
Á veiðisvæði 2 á Héraði þar sem var lengi hvað mest af hreindýrum og kvótinn stærstur, er lögð til stórtæk skerðing, aðeins veidd 30 dýr í fyrra var kvótinn 170 dýr, en þessi mikla fækkun kemur til vegna þess að í sumar fundust aðeins 374 dýr en voru fyrir 5 árum um 2000.
Náttúrustofa Austurlands leggur til að veiðikvóti hreindýra verða skertur fjórða árið í röð og hefur hann ekki verið minni í sautján ár og óskar stöðin eftir samráði við veiðimenn um endanlegar tillögur til ráðherra.