„Já við vorum að opna Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi og það var fín útivera,“ sagði Axel Óskarsson um opnunina í ánni. Flestar laxveiðiár hafa nú opnað og veiðimenn eru byrjaðir að veiða víða þessa dagana. „Án var svakalega vatnsmikil þegar við voru að opna, eiginlega óveiðandi og lituð, en við tókum 60 silunga í ánni og úr vatninu. Það var alls konar veður þarna meðan á veiðinni stóð,“ sagði Axel en hann hefur áður opnað í Laugardalsá.
Laxinn gæti verið mættur en erfitt að eiga við hann með ána litaða og vatnsmikla og ekki séns að vita hvar hann heldur sig neðan vatnsborðs.
Mynd. Axel Óskarsson með flottan urriða úr fyrsta veiðitúrnum