„Við Emil og faðir hans frá bandaríkjunum vorum mættir í Hóla um klukkan níu að morgni síðast liðinn miðvikudag,“ sagði Anton Karl og bætti við; „hitastig var um tvær gráður og hífandi norðanátt, alvöru vorveður.“ Feðgarnir áttu bókaða veiði fyrir norðan heiða en vegna veðurs og færðar komust þeir ekki þangað. Faðirinn hafði þá samband við veiða.is og spurðist fyrir um hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir þá feðga, þar sem strákurinn værir með veiðidellu á háu stigi. Úr varð að ég fór með þá í Hólaá. Faðirinn hafði á orði við mig að strákurinn yrði nú himinnlifandi að fá, þótti ekki væri nú nema bara einn fisk, ég sagði honum að ég gæti nú engu lofað en taldi það líklegt og lét fylgja með í gamantóni að þetta væri nú kallað „fishing“ en ekki „catshing“ og sá gamli hló mikið og var hjartanlega sammála
því.
Ég byrjaði að stilla stráknum upp á gjöfulum morgunstað sem oftast hefur að geyma nokkra urriða leiðbeindi honum, fylgdi síðan gamla manninum aðeins neðar og kom honum af stað. Tveimur mínútum síðar var strákurinn kominn með þennan fína urriða á hjá sér ég gekk rösklega til hans og leiðbeindi honum og háfaði svo fiskinn sem var um fjögur pund. Strákurinn sagði mér skjálfandi að stærsti fiskur sem hann hafði veitt fram af þessu hafi verið um pund, þannig að þetta voru tímamót fyrir hann. Síðan eyddum við deginum við að skanna mest alla ánna og enduðum með sjö urriða í beit og misstum nokkra. Strákurinn hafði orð á því að þetta væri besti veiðidagur sem hann hefði nokkurn tímann upplifað, faðirinn stoltur af stráknum og ánægður með gædinn sem hugsaði með sér „góður dagur að baki“.