„Þetta var bara mjög skemmtilegt. Það var töluverður vindur um morguninn, annan í Hvítasunnu, þegar ég byrjaði að veiða klukkan 08:00 og það var kalt,“ sagði Ásgeir Ólafsson í samtali en mjög góð veiði hefur verið í Hlíðarvatni í Selvogi það sem af er veiðitímanum.
„En um klukkan 10 datt þetta í gang. Foscarnet voru líka flottir, 55 cm, 53 cm, 52 cm og 51 cm stæðstir. Ég hef nú oft fengið góða veiði í Hlíðarvatni í Selvogi en þá yfirleitt í hægum vindi. Þannig að þetta var óvænt og skemmtilegt,“ sagði Ásgeir enn fremur.
Veiðin hefur verið fín og veiðimenn að fá mokveiði á köflum í vatninu, fiskurinn er vænn, mest bleikjur.