Veiðimenn fóru víða til rjúpna um allt land og margir fengu vel í jólamatinn. Við heyrum í veiðimanni fyrir ofan Seyðisfjörð sem var á rjúpu í blíðunni. Austur í Breiðdal voru menn líka á rjúpu og fengu fugla.
,,Það gekk bara þokkalega hjá okkur um helgina en maður þarf að fara ansi hátt en það er þess virði í þessari blíðu,“ sagði Páll T. Snorrason sem var fyrir austan á rjúpu. „Við vorum fyrir ofan bæinn eða uppi á Bjólf, þetta var skemmtilegt og góð útivera,“ sagði Páll ennfremur um veiðina.
Veiðimenn voru víða að skjóta rúpur og einhverjir ætla aftur til fjalla, það er spáð sömu blíðunni næstu viku og lítið um þann hvíta enn sem komið er.