„Það flæðir upp að húsunum hjá okkur hérna við Ferjukoti“ sagði Heiða Dís Fjeldsted en mikil flóð hafa verið víða og þá sérstaklega í Borgarfirði. Já miklir vatnavextir og flóð enda töluvert eftir af snjónum. Við Elliðaárnar í dag og víða voru árnar bakkafullar og vatn lengst upp á túnum. Elliðavatn var vatnsmikið en það styttist í að veiðin hefjist þar og verður gaman að sjá hvernig hún fer af stað. „Veiðin byrjar á sumardaginn fyrsta í Elliðavatni þann 21. apríl“ sagði Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu.
Eldra efni
Sérstakur dagur
„Við pabbi vorum að koma úr Korpu i gær,” sagði Ásgeir Ólafsson og bætti við, „já það var nú frekar sérstakur dagur. Það var glampandi sól og nánast logn fyrir hádegi en okkur gekk ekkert að hreyfa við fisknum, jafnvel
Þetta var bara geggjað
„Við vorum að koma úr Þverá í Fljótshlíð og það var bara geggjað, flott veiðiá,“ sagði Jógvan Hansen í samtali nýkominn af veiðislóðum og bætti við; „það fengu allir fiska sem er gott. Það veiddust 7 laxar, urriðar og sjóbirtingar
Víða veitt áfram í október
„Við fengum þrjá laxa ég og Patti í Ytri–Rangá, þetta var bara flott,“ sagði Axel Ingi Viðarsson sem var að koma úr veiði um helgina, en víða er veitt ennþá. Í nokkrum ám er verið að reyna að veiða eldislax
Þverá komin á toppinn
„Veiðin gekk frábærlega hjá okkur í síðustu viku og við fengum engin flóð, eitt hollið í Kjarrá fékk 83 laxa og áin hefur gefið 847 laxa,“ sagði Egill Ástráðsson við Þverá en Þverá og Kjarrá eru komnar á veiðitoppinn þessa vikuna. Næst er Norðurá
Flott veiði í fremri Laxá
„Við vorum að koma úr opunarhollinu í Fremri Laxá á Ásum og fengum 93 urriða, en þetta er þriðja skiptið sem við opnum ána og þetta er besta veiðin hjá okkur síðan við byrjuðum þarna,“ sagði Hrönn Jónsdóttir í samtali.
Boltafiskar á Vatnasvæði Lýsu
Veiðin er víða að komast á fleygiferð þótt veðurspáin sé frekar slæm fyrir stóran hluta landsins, næstu daga og eiginlega hundleiðinleg. „Já við erum að fara og spáin er hrikaleg, veit ekki hvort við náum neitt að veiða í þessu veðri,“