Skúföndin er fremur lítil og nett önd og er algengasta kaföndin á láglendi. Hún er mjög dökk, steggurinn er með svart, blágljáandi, hnöttótt höfuð með lafandi hnakkaskúf. Síður eru hvítar, svo og kviður, undirvængir og vængbelti, fjaðurhamur annars svartur eða brúnsvartur. Í felubúningi er hann
Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um Evrópu, niður til Afríku og Asíu. Þeir hafa ekki sest að hérna á Íslandi en eru reglulegir vetrargestir. Stundum hafa sést hér á bilinu 50-100 fuglar yfir veturinn.
Rauðhöfðaönd er meðalstór önd, nokkru minni en stokkönd, með hnöttótt höfuð, stuttan háls, lítinn gogg, fleyglaga stél og langa, mjóa vængi. Steggurinn er með rauðbrúnt höfuð og rjómagula blesu frá goggrótum aftur á kollinn og grængljáandi rák aftan augna. Hann er rauðbleikur á bringu,
Bráðskemmtilegur útvarpsþáttur Höllu Ólafsdóttur á rás, fjallað m.a. um fordóma og þekkingu á fuglum og hvernig maður verður fuglaáhugamaður. Viðmælendur eru: Nói Hafsteinsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Tristana Sól Kristjánsdóttir, Ólafur Nielsen, Gunnar Þór Hallgrímsson, Lilja Jóhannesdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Freydís Vigfúsdóttir
Urtönd er minnsta öndin sem verpur hér og raunar minnsta önd Evrópu. Hún er afar snör í snúningum og stygg. Í fjarska virðist steggurinn vera dökkgrár með dökkt höfuð. Hann er dökkrauðbrúnn á höfði og hálsi, með græna, ljósbrydda geira
Stari er þéttvaxinn, dökkur spörfugl, á stærð við skógarþröst og býr í nábýli við manninn. Hann hefur langan, oddhvassan gogg og fremur flatt enni, stutta, þríhyrnda, oddhvassa vængi og stutt og breitt stél. Í sumarfiðri er hann svartur með bláan,