„Ég hef stundað mikið veiðar við Hreðavatn í sumar og fengið talsvert af fiski. Fiskurinn er orðinn of smár í vatninu og reyndar fleiri vötnum í nágrenni. Það verður að grisja þessi vötn eins og gert var hér áður fyrr,“
„Lagarfljótsormurinn lenti í neti hjá mér um daginn,“ sagði Jóhannes Sturlaugsson sem fer víða í veiðivellina og bætti við, „ég var við klakveiðar í Lagarfljóti í byrjun októbermánaðar þegar ofurskepna gekk í eitt netið sem ég var að vakta. Netin
„Við vorum fyrir austan í sjóbirtingi og það gekk vel fengum 14 fiska, flotta fiska,“ sagði veiðimaður um veiðitúrinn en sjóbirtingsveiðin hefur víða verið ágæt, veðurfarið er gott þó það sé kominn október. Já veiðin er víða ennþá, fiskurinn er
„Við vorum að veiða á Seleyrinni fyrir skömmu við Borgarnes og það voru laxar að stökkva svolítið fyrir utan, þar sem við vorum, flottir fiskar töluvert langt úti,“ sagði veiðimaður sem veiddi nokkra silunga en laxinn fékkst ekki til að taka. „Það
„Já ég skrapp bara í klukkutíma í Apavatn og það gekk fínt,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson er við heyrðum aðeins í honum. En silungsveiðin hefur víða gengið vel og veiðimenn að fá flotta veiði, fiskurinn virðist líka vera vel haldinn eftir
Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um Evrópu, niður til Afríku og Asíu. Þeir hafa ekki sest að hérna á Íslandi en eru reglulegir vetrargestir. Stundum hafa sést hér á bilinu 50-100 fuglar yfir veturinn.