Verpur við tjarnir, vötn, ár og læki, oftast við eða nærri fiskauðugum stöðum. Myndar sums staðar dreifðar byggðir nærri sjó. Verpur á vatnsbakka eins og himbrimi. Er á sjó á veturna. Mynd: María GunnarsdóttirFuglavefurinn.is
Núverandi kirkja er frá 1888. Hún var endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og enn endurbætt og endurvígð 13. okt. 1996. Þjónustuhús var reist nálægt kirkjunni 1988. Í jarðhýsi er snyrtiaðstaða fyrir gesti og gangandi. Umhverfi kirkjunnar er allt til mikillar
Maríuerla er lítill og kvikur spörfugl með langt stél sem hann veifar í sífellu. Fullorðin maríuerla er grá á baki og gumpi; kollur, kverk og bringa eru svört, enni og vangar hvít. Bringan er hvít, sem og ytri stélfjaðrir, vængir og
Djúpalónssandur er bogamynduð grunn vík, með sandi í botni og klettakví þar upp af. Vík þessi er með ströndinni milli Einarslóns og Dritvíkur, fyrir neðan Beruvíkurhraun og fyrir vestan Purkhóla á vesturströnd Snæfellsness. Hraunið gengur í sjó fram og djúpar gjárur
Norðurárdalur er dalur í Borgarbyggð norðan við Stafholtstungur og nær að Holtavörðuheiði. Þjóðvegur 1 liggur um dalinn og Norðurá rennur um hann. Í dalnum hefur myndast þéttbýli í kringum háskólann á Bifröst og búa þar um 250 manns.
Vífilsstaðavatn er vatn í jökulsorfinni laut í Garðabæ, 27 hektarar. Það er í 38-40 m hæð yfir sjávarmáli. Meðaldýpt vatnsins er 0,5 m. Útfall úr vatninu fer í vestur í Vífilsstaðalæk og rennur til sjávar í Arnarnesvog. Berggrunnur á vatnasviði Vífilsstaðavatns