Fréttir

Sala veiðileyfa gengur vel

Þrátt fyrir að veiðin hafi ekki gengið vel síðustu þrjú árin og minnkað með hverju árinu þá gengur sala veiðileyfa vel. Erfitt er að fá veiðileyfi í mörgum veiðiám á sumri komanda, á sama tíma hafi veiðileyfin hækkað töluvert á milli og mikið í sumar árnar. „Já það er erfitt að fá veiðileyfi sumstaðar og það er alveg rétt og sumar árnar eru alveg uppseldar“, sagði veiðimaður sem við heyrum í og hafði reynt að fá leyfi í laxveiði í júní, það gekk illa. „Veiðileyfin hafa hækkað  töluvert en það skiptir varla máli, þau seljast samt“, sagði veiðimaðurinn ennfremur. Veiðimenn og söluaðilar veiðileyfa segja allir það sama, sala á leyfum fyrir sumarið gengur vel., þó svo að laxveiðin minnki með hverju árinu. Það virðist ekki hafa nein áhrif.

Mynd. Sala á veiðileyfum gengur vel fyrir sumarið. Mynd GB