Fréttir

Hamfarir við Norðurá í Borgarfirði

„Já það voru læti við Norðurá um helgina, þetta voru heilmikil átök í þessari hláku sem gekk yfir í síðustu viku“ sagði vegfarandi við Norðurá um helgina. En mikið ísrek var í Norðurá um síðustu helgi og eiginlegar hamfarir á tímabili. Við kíktum á stöðuna í dag og víða var mikið af ís eins fyrir ofan Dýrastaði við bakka árinnar. Áin er eins og skriðjökull í leysingum yfir að líta á stórum svæðum. Hrikalegar ísaborgir hafa hlaðist upp við bakkana sem ætti þó ekki að koma að sök þar sem ennþá eru nokkrar vikur þar til sumarveiðin hefst. Þann 4. júní byrjar veiðin hér í Norðurá því langur tími til stefnu og ýmislegt á eftir að gerast í veðurfarinu þangað til.

Mynd. Norðurá í Borgarfirði í dag. Mynd María Gunnarsdóttir