Almennar upplýsingar Álftin er stærsti varpfugl landsins. Hún er eini innlendi svanurinn og auðþekkjanleg frá öðrum íslenskum fuglum á stærð, lit og löngum hálsi. Fullorðin álft er alhvít en tekur oft á sig ryðrauðan lit úr mýrarauða á höfuð og
Rauðhöfðaönd er meðalstór önd, nokkru minni en stokkönd, með hnöttótt höfuð, stuttan háls, lítinn gogg, fleyglaga stél og langa, mjóa vængi. Steggurinn er með rauðbrúnt höfuð og rjómagula blesu frá goggrótum aftur á kollinn og grængljáandi rák aftan augna. Hann er rauðbleikur á bringu,
Stari er þéttvaxinn, dökkur spörfugl, á stærð við skógarþröst og býr í nábýli við manninn. Hann hefur langan, oddhvassan gogg og fremur flatt enni, stutta, þríhyrnda, oddhvassa vængi og stutt og breitt stél. Í sumarfiðri er hann svartur með bláan,
Skeiðönd er sérkennileg önd, með sinn mikla gogg, hún er sjaldgæfasta öndin sem verpur reglulega hér á landi. Hún er minni en stokkönd, hálsstutt og fremur kubbsleg. Á steggnum skiptast á dökkir litir og hvítur, hann er með grængljáandi höfuð
Kjóinn er mun minni en ættingi hans, skúmurinn. Langar oddhvassar miðfjaðrir sem skaga 5–10 cm aftur úr stélinu eru einkennandi. Tvö litarafbrigði eru af kjóa, dökkt og ljóst. Dökkur kjói er að mestu móbrúnn, með svartleita kollhettu, vængi og stél.
Helsinginn er önnur tveggja ,,svartra“ gæsa sem fara um landið, er á stærð við heiðagæs og blesgæs. Hann verður best greindur á áberandi skörpum skilum dökka litarins að ofan og hvíta litarins að neðan, svo og hvítu andliti, kverkum og