FréttirSjóbirtingur

Risa sjóbirtingur veiddist í Skaftá

Vorveiðin byrjar með ágætum, Leirá hefur gefið 26 fiska og marga flotta. Varmá hefur verið frekar róleg en einn og einn fiskur á land. Og risa fiskur veiddist í Skaftá en það var Maros Zatko sem landaði þessum risastóra sjóbirtingi sem reyndist 98 sentimetrar. Maros hefur verið lunkinn að setja í boltafiska en þessi fékkst á fengsælum veiðistað í Skaftánni, nákvæmlega sama stað og Þröstur Elliðason setti í boltafisk fyrir fáum árum og glímdi lengi við. Fiskinn sá hann reyndar aldrei og að lokum sagði fiskurinn bless. Þröstur var reyndar með einhentu en fiskurinn lét aldrei sjá sig og hélt sér úti Skaftánni allan tímann.

Mynd: Maros Zatko með risann stuttu eftir átökin, engin smásmíð á ferð.