„Það flæðir upp að húsunum hjá okkur hérna við Ferjukoti“ sagði Heiða Dís Fjeldsted en mikil flóð hafa verið víða og þá sérstaklega í Borgarfirði. Já miklir vatnavextir og flóð enda töluvert eftir af snjónum. Við Elliðaárnar í dag og víða voru árnar bakkafullar og vatn lengst upp á túnum. Elliðavatn var vatnsmikið en það styttist í að veiðin hefjist þar og verður gaman að sjá hvernig hún fer af stað. „Veiðin byrjar á sumardaginn fyrsta í Elliðavatni þann 21. apríl“ sagði Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu.